Svenskatonic.
Þetta stenst náttúrulega Slagsmalsklubben engan veginn snúningin. Familjen er samt ágætis tilraun til þess. Í byrjun þess lags sem ég ætla að hæpa hljómar það nákvæmlega eins og VVVV með Mouse on Mars. En ég ætla ekki að greina lagið nánar því mér þykir það lame. Bókmenntagreiningar á tónlist eða ákveðnum lögum er fyrir aðra, eins og t.d. liðsmenn Sprengjuhallarinnar, en þeir eru frábærir og líka svo gáfaðir, en eins og fram kemur í lesbók Morgunblaðsins síðastliðin laugardag þá er Sprengjuhöllinn frumkvöðlar í íslenskri tónlistarsögu. "Þeir drápu krúttin með beittum textum þar sem allt er látið flakka í pólitík og samfélagsgagnrýni". Þess má til gamans geta að hljómborðsleikari Sprenjuhallarinnar ritaði einmitt þessa gagnrýnisverðu grein í lesbókina sem fjallaði fyrst og fremst um dauða krúttkynslóðarinnar (fædd 1976-1982) og upprisu þeirra sem heilluðust af landvinningum krúttana á grunnskólaárum sínum (fædd 1983-1987), þar sem Sprenjuhöllin er fremst á meðal jafningja.
Ég verð hinsvegar að játa það að hafa aldrei heyrt neitt með Sprengjuhöllinni. Hinsvegar hef ég engan áhuga á því vegna hroka þeirra í fjölmiðlum og vanvirðinu gagnvart eldri kynslóðum. Einhvern veginn grunar mig að ég sé ekki að missa af miklu.
Familjen - Det Snurrar I Min Skalle (opnist fyrst)
Yelle - Tristesse/Joie (Rolf Honey Remix)