ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Saturday, November 17, 2007

Svenskatonic.

Þetta stenst náttúrulega Slagsmalsklubben engan veginn snúningin. Familjen er samt ágætis tilraun til þess. Í byrjun þess lags sem ég ætla að hæpa hljómar það nákvæmlega eins og VVVV með Mouse on Mars. En ég ætla ekki að greina lagið nánar því mér þykir það lame. Bókmenntagreiningar á tónlist eða ákveðnum lögum er fyrir aðra, eins og t.d. liðsmenn Sprengjuhallarinnar, en þeir eru frábærir og líka svo gáfaðir, en eins og fram kemur í lesbók Morgunblaðsins síðastliðin laugardag þá er Sprengjuhöllinn frumkvöðlar í íslenskri tónlistarsögu. "Þeir drápu krúttin með beittum textum þar sem allt er látið flakka í pólitík og samfélagsgagnrýni". Þess má til gamans geta að hljómborðsleikari Sprenjuhallarinnar ritaði einmitt þessa gagnrýnisverðu grein í lesbókina sem fjallaði fyrst og fremst um dauða krúttkynslóðarinnar (fædd 1976-1982) og upprisu þeirra sem heilluðust af landvinningum krúttana á grunnskólaárum sínum (fædd 1983-1987), þar sem Sprenjuhöllin er fremst á meðal jafningja.

Ég verð hinsvegar að játa það að hafa aldrei heyrt neitt með Sprengjuhöllinni. Hinsvegar hef ég engan áhuga á því vegna hroka þeirra í fjölmiðlum og vanvirðinu gagnvart eldri kynslóðum. Einhvern veginn grunar mig að ég sé ekki að missa af miklu.

Familjen - Det Snurrar I Min Skalle (opnist fyrst)

Yelle - Tristesse/Joie (Rolf Honey Remix)

Thursday, November 15, 2007

Ti que ton ne

Á leið minni út úr Kokon To Zai á Tiquetonne í Paris var ég stöðvaður af Japönxum blaðamanni sem tjáði mér að hann væri einnig götutískuljósmyndari fyrir Japanxa tímaritið Popeye. Hann vildi eiga ljósmynd af mér sem hann gæti jafnvel sett í magasínið sitt eða tímaritið sem hann vinnur fyrir. Ég tók mér smekklega pósu og lét mér líða einkennilega, enda ekki annað hægt þegar maður fær svona snökt hrós með flassi. Í dag velti ég því hinsvegar fyrir mér hversu ofboðslega góð markaðsetning það er að ganga niður götu stórborgar og biðja einstaklinga um að pósu fyrir götutískuljósmyndadálkinn í blaðinu sem þú vinnur hjá vegna þess að fyrir vikið verður þú, efniviðurinn, að eignast blaðið. Einmitt núna er ég í þann mund að koma upp áskrift af þessu forláta Japanxa blaði, sem er NB frekar töff.

HYPE!!!

°°°Miss Odd Kidd - Weed, Wine and Wankers (Slutt butt in ur face remix) ---þið þurfið að opna þennan hlekk og niðurhala svo ---

Tuesday, November 13, 2007

Tecktonik


Get your own TV Channel on Chime.TV!



This is what you will turn into if you forget your hat while performing a dance routine. What? A crazy frenchman with is lims twisting and turning looking for a fresh kidney.

Sunday, November 11, 2007

Maotonic.

Eftir mikið ferðalag heimsálfa á milli er ég kominn heim. Reynslunni ríkari og nokkrum krónum fátækari enda ekki annað hægt þegar að rafmagnstæki í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er óheyrilega ódýr þá getur þú ekki farið án þess að fjárfesta í XboX360 fyrir tæplega 23.000 isl. kr. Í stuttu máli sagt þá var Kína lame (nema kínmúrinn og Uighur matur)ogg-----, kynni okkar af næturklúbbseiganda, altso nýríkum Kínverja sem flúði landið fyrir 25 árum og kom aftur fyrir 5 árum eftir útlegð og með sínu nefi dróg að tældi til sín álitlegar fjárfestingar og að endingu opnaði skemmtistaðinn MAO í Shanghai. Þetta kvöld okkar á staðnum hlustuðum við á frásögn hans af flótta sínum yfir Síberíu og upp til Noregs. Hann fyllti okkur af áfengum kokteilum og þónokkrum viský glösum síðar vorum við komin í dúndrandi electro stuð á dansgólfinu með kínverskum og finnskum innanhúsarkitektum í takt við plötusnúninga Princess Superstar.

Dubai er mögnuð. Allt þar er magnað. Vægast sagt. Múslimar eru magnaðir.

Frakkland. Paris. Tecktonic. ÞAÐ ERU ALLIR AÐ FUCKING DANSA ÚTI Á GÖTUM Í PARIS! Hvítt fólk getur ekki krumpað en hvort það getur tecktónað!!! Meiraðsegja leigubílstjórinn sagði við okkur á leiðinni frá flugvellinum að hótelinu okkar: "Dance is my life, I am a proffessoré of dance". Við: "OK!!!, so... what do you teach?" Jaqués: "I teach tecktonic".

Það tók mig smástund að kveikja. Svo ákvað ég að láta reyna á kunnáttu mína í þessum tecktonic fræðum og spurði hann hvort að myndabandið með Yelle (a cause de garsons, sem ég póstaði hér í síðustu færslu) væri ekki tecktoníc. HVAÐ HELDUR ÞÚ! Patricé: "I know Yelle, this is my friends dancing, I teach them."