ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Wednesday, June 21, 2006

Nokkrir skemmtilegir punktar frá Svala:

"Hér er boðið uppá Iðnaðartroð!"
"Hann er eitthvað búinn að fá sér í tána myndavélamaðurinn"
"Þeim vantar augljóslega meiri safa"
"Mourning er klárlega ekki með neinar ristruflanir"
"Hér eru engar ristruflanir"
"Hann er aðvelta af gleði"
"Ef þeir vinna sendið honum skeyti"
"Tökum auglýsingar komum svo aftur, upp með sokkana!"

Munurinn á liðunum var sá að aukaleikararnir stigu upp fyrir Miami í lokaleiknum, Walker, Posey, Mourning og Haslem. Vörn þeirra og mikilvægar körfur gerðu það að verkum að Miami sigraði einvígið, sérstaklega Haslem, hann át Dirk í vörninni og hirti mikilvæg fráköst í sókninni og skaut 8/11. Reynsluleysi leikmanna Dallas og þjálfara hafði töluverð áhrif. Einnig skein stórstjarna Wade skærar heldur en mótleikara hans í Dallas liðinu, Dirk.
En hver gefur á Dampier þegar 20sek eru eftir ? Furðulega ákvörun í meira lagi.

Ég verð samt að samgleðjast með Alonso, það er ekki annað hægt. Hinsvegar fara Payton og Walker óendanlega mikið í taugarnar á mér. Á móti kemur að Wade er fáranlega töff og þ.a.l. get ég alveg sætt mig við þetta.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vel greint. Payton er samt töff. Payton og Kemp í den?

Bingó.

1:16 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Mér fynnst Payton líka fínn. Ég held samt að Argentína taki þetta

1:21 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Payton er hrokagikkur, í seríunni á móti Chic Ago þá fór hann að rífast við Wade vegna þess að Wade skammaði hann fyrir að reyna of mikið sjálfur. Payton og Kemp ? Kemp var góður, en þú gleymir því að Sam Perkins, Hersey Hawkins og Detlef Schrimp héldu uppi þessu Seattle liði í "den", þegar við vorum ungir.

Gaman að sjá lefið hér. Ertu ennþá fastur uppí Kópavogi dude ?

3:04 PM

 
Anonymous Anonymous said...

jebb er ennþá í kópavoginum. Er samt að fara að huxa mér tl hreifings

11:21 PM

 
Anonymous Anonymous said...

Það er fínt að búa í Kópavogi.
Fyrir utan rotnunarfýluna.

9:43 AM

 
Anonymous Anonymous said...

hvað er að rotna ?

10:38 AM

 
Anonymous Anonymous said...

Það er ákveðin pólítísk rotnunarfýla sem liggur yfir bæjarfjelaginu eins og dalalæða.

12:02 PM

 

Post a Comment

<< Home