Deili af mér eða deili með mér nú eða mæli af mér, þó ekki mæli með mér, ekki enn sem komið er, kannski síðar meir ef dæmið gengur upp.
Ég hef ákveðið að draga stórlega úr djammi. Taktu því rólega, þetta er ekki forkastanleg setning, því síður. Ég hef verið ákaflega duglegur við djamm iðjuna undanfarnar vikur og mánuði. Hvað felst í því að draga stórlega úr djammi? Fyrst þurfum við að skilgreina djamm í grófum dráttum. Í djammi kemur saman óhófleg áfengisdrykkja og eyðsla tugum hundruða króna á skemmtistöðum. Einnig telst til djamms að vera alltof lengi á skemmtistöðunum. Markmið mitt er að fara einungis einu sinni í mánuði á slíkt djamm. Þetta er verðugt markmið og von mín er sú að ég nái að framfylgja því. Nei, Fríða er ekki ólétt. Er ég þá einungis til taks einu sinni í mánuði? Nei, það er ekki svo, höldum áfram með skilgreiningu á djammi. Ég tel mig EKKI vera að djamma ef ég er kominn heim fyrir klukkan 01:30. Þá nýtist morgunninn eftir í lærdóm sem hefur farið afvega síðustu ár sökum óskipulags og óskapnaðar. ERGO, ég má drekka óhóflegt magn áfengis með kunningjum og meisturum til kl.01:00, en þá þarf ég að koma mér heim samkvæmt yfirlýstu markmiði. HINSVEGAR, þá reglu þegar djammið fer fram þá verð ég að vera kominn heim fyrir kl.04:00. Eftir það eru einungis ómenni og leppalúðar í miðbænum og 800% hærri líkur á því að verða drepinn en fyrir klukkan 04:00. (Líkurnar á því að komast lifandi heim minnka stórlega eftir kl.04:00 úr 0.01% í 0.09%.)
Ástæða þessarar ákvörðunar er sú að gera framtíðarsýn mína skýrari og bjartari með því að gefa háskólanum meiri gaum (vanmetið orð, gaumur). Framtíðarásjónin er að útskrifast úr þessum blessaða Háskóla sem ég hef verið viðriðinn síðustu 5 ár án þess að afreka neitt. Ef ég geri ekki eitthvað núna þá verður ekkert úr mér (flugþjónninn er ekki starf til framtíðar) og þetta er fyrsta skrefið, að skipuleggja vikuna og setja sér skilyrði og markmið.
Ég vil þó ekki meina að þessi 5 ár hafi verið til einskis. Hefði ég útskrifaðst á “réttum tíma” árið 2004 þá ætti ég ekki þessa meistara sem ég á sem vini í dag og gæti ekki neitt í PES (það er svo gefandi að geta gefið fallega sendingu eða skorað mark í PES). Eins og stundum er sagt þá geta góðir vinir (eða meistarar) gert kraftaverk. Einnig er hægt að tala um að ekki sé hægt að kaupa sér góða vini, nú eða meistara. Einnig hefði ég ekki náð mér í þennan kvennkost sem mun verða lífsförunautur minn, hana Fríðu Rakel, en hún er gull af manneskju. Faðir minn hefur sagt við mig að með hverju árinu sem ég “klúðra” þá tapa ég milljónum krónum. Gefum okkur að ég útskrifst 2009 í stað 2004 þá hef ég eytt 5.000.000 kr. í rugl samkvæmt skilgreiningu hans Hansa. Hinsvegar veit ég að peningar geta ekki keypt hamningju og það á vel við í mínu tilviki, ég er hamingjusamur og búinn að koma undir mig fótunum að undanskildri skemmtilegri vinnu. Hinsvegar hefði ég vel getað verið frískur vinur og verið dýrið og klárað námið í ár og eytt einungis 3.000.000 króna í stað 5.000.000 króna í slufsa hátt. Þannig að, það eina sem mig vantar í dag er eitthvað sem 50% af íslendingum hafa ekki, viðskiptafræðigráða.
Eins og leikmönnum er kunnugt þá hef ég ferðast deildana á milli í háskólanum og er núna kominn að þeirri niðurstöðu að mínir kraftar njóta sín best í kringum hlutabréf, peninga og tölur, altso í viðskiptafræðideild með áherslu á reikningshald. Ég virðist hafa brennandi áhuga og tilfinningu fyrir þessum hlutum. Ég get ekki breytt því sem ég er. Ég hef forðast þessa staðreynd síðustu ár sökum þeirrar ímyndar sem viðskiptafræðingar hafa á sér. Viðskiptafræðingar hafa engan smekk og aðhyllast lágmenninguna og trúa því statt og stöðugt að U2 sé besta hljómsveit allra tíma. Þetta er ein af frumástæðum þess að ég hef forðast viðskiptafræðina þrátt fyrir að vita að kröftum mínum er best varið þar. Grunnhyggja samnemenda minna á tímabilinu 2001-2003 þegar ég var í viðskiptafræði fældi mig burt. Ég fór í landfræði. Þar naut ég mín ekki þrátt fyrir áhugavert fag, en ég gat ekki fengið mig til þess að flokka mold og steindir heilu og hálfu dagana. Þaðan hélt ég í hagfræði. Þar skorti mig aga til þess að geta haldið áfram og einnig meiri kunnáttu í stærðfræði. Svo á síðustu önn ákvað ég að fara í félagsfræði. Kannski vegna fyrirlitningu á hinu kapítalíska þjóðfélagi. Ég hafði gagn og gaman af þessari veru minni í félagsfræði, en mér dauðleiddist. Þó lærði ég þar að andúð mín gagnvart kapítalismanum tengist fyrst og fremst Bandaríkjunum og spillingu stórfyrirtækja og stjórnmálamanna þar í landi og er sú spilling langt í frá samanburðarhæf við hið íslenska og evrópska viðskiptaumhverfi. svo að...
nú er ég búinn að fara hring. Byrjaður aftur í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald.
Eitt skulum við muna, að ég mun aldrei falla í gryfju lágmenningar og uppgerðar sem umlykur staðalímynd viðskiptafræðingsins.
Kilo is a 1000 gramms, easy to remember.
7 Comments:
Ég virði þessar áætlanir þínar Styrmir, og ég er ánægður með að þú sért að aga sjálfan þig um leið og þú leggur við hlustir þegar hjarta þitt talar.
Hins vegar vil ég benda þér á að það er ekki samasemmerki(=) milli þess að djamma sæmilega mikið og sökka es í skóla. Þar koma ýmsir aðrir þættir til sögunnar sem þarf að taka með í reikninginn. Og þú ert nú ansi góður í því er það ekki?! (Grín).
Að lokum: Ég fagna því, og finnst mér að þú ættir að gera slíkt hið sama, að þú sért kominn í hring. Lífkerfi okkar, jörðin sjálf, og raunar alheimurinn allur gengur út á hringrás og endurnýjun, þannig að þú ert klárlega á réttri braut. Ég meina, hefurðu ekki séð Lion King?
10:17 AM
Ég vil nú samt tengja skemmtanalífið við agaleysið mitt varðandi skóla í gegnum tíðina, þó svo að öðru vegnist vel með þetta combo (sbr. þú, haukur, gauti, friðgeir). En núna má ekkert út af bregða.
Tímann er ekki hægt að skilgreina sem beina línu því tíminn fer í hring. - Japaninn Hiro í Heroes.
2:38 PM
On a long enough timeline the survival rate for everyone drops to zero.
Þú verður að athuga líka að námsmannalíf er einn mest sweet hlutur sem til er. Ekki vera að lemja sjálfan þig utanundir af því þú sprettaðir ekki eins og froðufellandi kjölturakki í gegnum 3 ára nám.
10:15 PM
mmmm..... pes
10:23 AM
Ég hló upphátt sem er frekar silly þegar maður situr einn fyrir framan tölvu.
Mér líst vel á ferð þína um deildir háskólans og hélt reyndar þú myndir enda aftur í hagfræðinni. Vona samt félagsfræðin hafi kennt þér að vera ekki of mikill markaðshyggju maður.
Milljón á ári segiru, sjáum til með það
9:55 PM
ég kann bókhaldið betur en hagfræðina. maður verður víst að sérhæfa sig í því sem maður er bestur, annars hefur samfélagið ekkert not fyrir mig.
6:42 PM
Mjög fínt. Ánægður , manstu...
F
8:16 PM
Post a Comment
<< Home