ATTENTION: Your security is our aim. With or without hats, we try to make our readers feel welcome. From the mists of downtown Reykjavik we hype tunes that can make our society a safer place.

Thursday, January 11, 2007

Pey San.

Ég nota eBay þónokkuð til þess að fjárfesta í hinum ýmsa varningi. Stundum mistakast þær fjárfestingar líkt og afleiðuviðskipti kaupsýslumanna. Hér er eitt dæmi um misheppnuð kaup. Ég fann þessa líka skonsu hettupeysu með trjámynstri hjá einum seljandum á uppboðssíðunni. Hún var afar smekkleg á sýningarstráknum sem klæddist henni. Því ákvað ég að kaupa hana, enda kostaði hún ekki marga skildinga. Rétt fyrir jól kom hún til Íslands. Mér til mikillar skelfingar þá er hún alltof stór á mig. Hinsvegar býr hún yfir einu furðulegu en jafnframt skemmtilegu sérkenni eins og sjá má hér á myndinni.


Pa Ris. (sniðugt nafn að nýjum hrísgrjónarétt?)

Mikið hefur verið fjallað um hina ómerkilegu Paris Hilton undanfarin tvö ár án þess þó að hún hafi nokkuð til brunns að bera til þess að verðskulda slíka athygli. Tónlistarmenn eru ekki undanskyldir Parísaráhrifin og hafa þeir samið texta og lög með innblæstri frá París. Í flestum tilfellum eru þeir að gera lítið úr því sem París stendur fyrir, altso lágmenningu og sjúklegu skemmtannalífi.

Paris Hilton - Mu (ég fann engan mp3-link á það, aðeins youtube, sorry)
Meeting Paris Hilton - CSS

CSS eru frá Sao Paulo, Brasilíu (annað en Brazilian Girls sem eru frá New York og eru lame). Ég keypti mér plötuna þeirra, Þreytt á því að vera kynþokkafull, (Cansei De Ser Sexy)síðasta sumar af Insound.com og var núna fyrst að setja hana í plötuspilarann, sem er ponsu lame. Hinsvegar er þetta kjörin tónlist til þess að lyfta sér úr skammdeginu. Blanda af Le Tigre og Peaches, mjög kynþokkafullt. Alala er gott dæmi um þetta.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home