EUROVISION 2006 SEMI FINALS PREVIEW:
01. Armenia
Fyrsta tilraun þessa gamla Sovétríkis til að koma sér á tónlistarkort Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að fyrsta lagið í undankeppni hefur aldrei komist í úrslit og er þessi loverboy ekki með nægilega afgerandi lag að honum takist það. Þó alveg á mörkunum.
02. Bulgaria
Þetta er í annað skiptið sem Búlgaría tekur þátt og aftur senda þeir rólegt lag. Lagið er fallegt en skilur ekkert eftir sig. Það hefur sannað sig að vera nr.2 er jafnvel erfiðara heldur en að opna keppnina. Á litla möguleika.
03. Slovenia
Eldhress Slóveni sem syngur herra ómerkilegan. Hann pínu gimpa-legur og á líklega eftir að týna saman nokkur stig héðan og þaðan. Margir spá þessum strák áfram, en ég er ekki sammála því. Þetta verður alveg við jaðarinn, en Armenar og Slóvenar eiga eftir að slást um sömu stigin og verður það líklega báðum þjóðum að falli.
04. Andorra
Úff, sense tu… Það lýsir sér kannski ágætlega hversu fáir búa í Andorra að þessi stúlka vann á bar fyrir 4 mánuðum og hafði aldrei komið fram opinberlega (sem er kannski bara alveg ágætt) og sungið. Hún var beðin um að taka þátt í Eurovision og þáði boðið. Þetta er mikil kona , en því miður eru möguleikar hennar ekki jafn miklir.
05. Belarus
Erókbik æfingar frá Sovétríkinu og einræðisríkinu Hvíta Rússlandi sem eiga ekki möguleika á því að komast áfram.
06. Albania
Þetta gæti verið vilti hesturinn í ár og komið öllum á óvart og farið áfram í úrslit, ástæðan er sú að í hópi fyrstu átta laganna er varla neitt sem er uppá marga fiska. Albanía er fátæk þjóð er kemur það bersýnilega fram í atriðinu þeirra. Þeir hafa væntanlega siglt til Aþenu á litlum fiskibát og að öllum líkindum sofa þeir líka í honum. Lagið er þjóðlegt og þau eru ekki mörg þetta árið samanborið í fyrra.
07. Belgium
Væntanlega vinsælasta lagið í keppninni í ár. Hefur komist á nokkra vinsældarlist í Evrópu og er það skiljanlegt, enda er lagið mjög útvarps- og dansvænt. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út á live á sviðinu í Athenu. Að mér skilst þá er atriðið hennar krefjandi og gæti það komið niður á því. Hún er ekki sterkasta söngkonan í keppninni og það mun einnig koma niður á laginu. Ég held samt sem áður að það komist í úrslit. Gott lag.
08. Ireland
Írar eru alltaf samir við sig. Ást og friður er þeim ofarlega í huga og reiðin gagnvart kartöfluuppskerunni á átjándu öld er á bak og burt. Brian Kennedy syngur þetta lag og hefur annað unnið með mönnum á borð við Ronan Keating og Van Morrison. Lagið verður ekki öllu írska en þetta. Möguleikar þeirra eru ágætir og ef flutningurinn verður sannfærandi þá mun þetta lag skríða áfram.
09. Cyprus
Bandarískt ættuð kýpversk mær syngur dramaballöðu. Tilhneiging Bandaríkjamanna er iðulega að ýkja vel flesta hluti og það er engin undantekning hér. Hún án örugglega eftir að fá 12 stig frá Grikkjum og væntanlega fleiri frá öðrum þjóðum þar sem að þetta er eina kraftballaðan í undanúrslitunum.
10. Monaco
Sæt stelpa að hressandi lag sem er alveg eins og mörg önnur í ár, en ekki eins gott. Ekki í þetta skiptið Monaco.
11. F.Y.R.O.M.
Í fyrra komst fyrrverandi júgóslavíu lýðveldið makedónía í úrslit á sannarlega ömurlegu lagi. Í ár senda þeir gott lag með stelpu sem hefur komið fram og sungið opinberlega síðan hún var 12 ára. Hún sigraði idol keppnina í Makedóníu og er frekar kynþokkafull. Lagið er skemmtilegt, en í byrjun lagsins má greina sama staf og er í upphafi Naughty girl með Beyoncé. Öruggt áfram.
12. Poland
Æi, ég meika þetta ekki. Þið munið kannski eftir The Real McCoy frá því á fyrra hluta tíunda áratugarins með lögum á borð við Runaway og Another Night. Jæja, hann tekur smá rappart í þessu rólega lagi með Ich Troje sem lentu í sjöunda sæti 2003 í Riga. Þetta ætti að hafa aðdáendur á bakvið sig til að komast áfram. En lagið á það ekki skilið og því fer það ekki áfram.
13. Russia
Er komið að Rússum að vinna þessa keppni ? Þetta minnir óneitanlega Hero með E. Iglesiasoé. Ef þessi strákur getur sungið á sviðinu þá mun þetta lag vera öruggt í úrslit.
14. Turkey
Þetta er sérstakt. Takið eftir stjörnunni sem danshópurinn myndar á sviðinu í lokin, svokölluð súperstjarna. Þetta er ekkert nema hlægilegt. Hinsvegar gætu Tyrkir verið að segja það sama um Silvíu. Kannski á þetta að vera hlæilegt og því miður skilar það sér ekki í okkar norræna menningarheim. En hún er alveg örugglega súperstjarna í sínu heimalandi. Þetta verður við jaðarinn.
15. Ukraine
Tina Carol syngur fyrir sína þjóð og gerir það vel. Að minni vitneskju þá hefur hún verið með jafnbesta flutningin í þeim rennslum sem er búin. Atriðið er stílhreint og söngur hennar góður. Það hljóta gúrmast upp og hressast við þetta fram-lag. Þetta fer áfram, en það er þó á slæmum stað í undanúrslitunum því frá 11-16 eru fimm af sex sem eru líkleg til að fara áfram.
16. Finland
Freakshow. Fín tilbreyting frá síbylgunni. Þeir eru mjög vinsælir hjá vissum hópum í Evrópu, hinsvegar er spurning hvort þessir hópar horfa á Eurovision. Ef þú gefur þig út fyrir að vera harðkjarna rokkhljómsveit ertu þá ekki nokkurn veginn búinn að missa það þegar þú ákveður að fara í Eurovision? Smá hugdetta.
17. Netherlands
Crapmamabanaabmaamba. Þetta er eitthvað svo 1999ish eða þetta er eitthvað lame-ish. Vá hvað þið eruð hugmyndaríkar að semja textana á “ævintýratungumáli”. Hræðilega leiðinlegt.
18. Lithuania
Ekki skánar það. Því miður á þetta möguleika á því að komast áfram vegna þess að í Evrópu býr svokallað “eurotrash” lið og mun að öllum líkindum gefa svona rugli stigin sín. Það verður gaman að sjá hvaðan Litháar fá stigin sín og þá getum við flokkað út hvar Evrópa hefur að geyma mesta ruslið sitt. 8 – 12 sæti, aðeins vegna þess að ég hef svo litla trú á mannkyninu.
19. Portugal
Þetta er verra en Nylon. Þarf ég að segja eitthvað meir ?
20. Sweden
Carola var eitt sinn heltekin af roki, það var árið 1991, þá söng hún til sigurs í Eurovision. Núna 15 árum seinna kemur hún aftur og með lag sem íslenskast Ósigrandi. Lagið er slappt. Hún rembist um of að koma því til skila, en það eina sem hún skilur eftir fyrir okkur heima í stofu er strekt andlit og ofnotkun af rokvél. Ég kaupi þetta ekki, en aðrir gera það.
21. Estonia
Abba eftirlíking. Ekta Eurovision lag. Sænsk stelpa sem syngur þetta lag. Þetta er samtsem áður ágætis eftirlíking af Abba. Það er þó ekkert sérstakt við þetta lag og margir komnir með leið á þessari útfærslu af Eurovision lagi.
22. Herzegovina
Sigrar undanúrslitin með miklum yfirburðum. Fallegt lag og á eftir að hirða upp 12 stig frá öllum Balkanþjóðunum og líkleg stig frá öllum öðrum þátttakendum. Sá sem semur lagið samdi einnig framlag Svarfellinga árið 2004 og hafnaði það í öðru sæti á eftir Ruslönu, en hafði sigrað Ruslönu í undanúrslitunum. Ég held að það sé hærra hlutfall af áhugamönnum um tónlist og Eurovision sem horfi á undanúrslitin heldur en sjálf úrslitin. Þ.a.l. sigraði framlag Svarfellinga undanúrslitin árið 2004 (það er keimlíkt framlagi Herzegova í ár), en lag Úkraínu sigraði svo aðalkeppnina vegna þess að sjálft atriðið var flottara á sviði fyrir hinn almenna áhorfenda. Keppnin hefur þróast með tilkomu símakosninga í að vera meira show heldur en áður var.
23. Iceland
Við vonum að Evrópu eigi eftir að líka við okkar show og kjósa okkur áfram í úrslitin, þó tel ég líkurnar vera litlar á því, en þó einhverjar 70/30. 16.sæti ! :O)
Í úrslit:
01. Bosnia
02. Ukraine
03. F.Y.R.O.M.
04. Russia
05. Finland
06. Sweden
07. Belgium
08. Cyprus
09. Estonia
10. Albania