Atburðarás.
Laugardagurinn 16.desember.
Starfsmenn áhafnavaktar Icelandair hafa samband við mig og kanna hvort ég hafi áhuga á því að vera í Miami í þrjár vikur yfir jól og áramót. Þaðan flýg ég til Argentínu og Santa Cruz fyrir flugfélagið Bolivian Air. Áætluð brottför er á þriðjudagseftirmiðdagur. Ég tek boðinu.
Sunnudagurinn 17.desember.
Ég hef samband við Helga Skúla og afboða okkur í brúðkaupið hans á gamlársdag.
Mánudagurinn 18.desember.
Skötuhjúin halda "litlu-jólin" og opna þau jólapakka frá hvort öðru. Klukkan 23:00 er haft samband við mig frá Icelandair og mér tjáð að brottför er nú áætluð á miðvikudeginum.
Þriðjudagurinn 19.desember.
Miklir sviptivindar. Haft er samband við mig um kvöldmatarleytið, altso Icelandair, og í ljós kemur að verkefnið fellur niður. HINSVEGAR, er annað verkefni í bígerð. Nú er áætluð brottför á fimmtudaginn. Innihald verkefnisins er bækistöð í London í 2 vikur og flogið þaðan til Ghana og Suður Afríku. Svo fór A.I. til Denver Nuggets.
Í dag, miðvikudagurinn 20.desember.
Icelandair hefur samband við mig. Verkefnið er styttra en uppbrunanlega var talið. Brottför á morgunn og heimkoma 29.desember. Sem þýðir að launin fyrir að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum um jólin verða þau sömu og andvirði hækkunar hlutabréfanna minna það sem af er desember mánuði. Þar sem ég er ekki skuldbundinn Icelandair sagði ég nei takk.
Fimmtudagurinn 21.desember.
Ég afturkalla afbókun okkar í brúðkaup Helga Skúla. Börn fara detta úr kynfærum of feitra kvenna. Það gerðist allavega hjá þessari. Þetta er gjörsamlega út í hött. Hvernig getur barn allt í einu dottið úr píkunni á þér?! Þú þarft að vera alvarlega veikur í heilanum til þess að átta þig ekki á þessu.