Það...
gæti reynst erfitt að komast af í 49.daga með einungis 58.399 kr. fyrir tvo aðila. Þetta er niðurstaðan eftir að hafa dregið allan fastan kostnað frá. Fastur kostnaður er meðal annars afnotagjöld sjónvarpsins, orkureikningur, líkamsræktarkostnaður, fasteigna- og húsfélagsgjöld, holræsisskattur, sparnaður, símareikningur, skólagjöld, vaxtagjöld til foreldra og síðast en ekki síst íbúðarlán. Tekjur sem við fáum inn eru launatekjur Fríðu frá Adams í Smáralind (vinnur 3 daga í viku, launatekjurnar mínar frá Hagstofunni (vinn aðra hverja helgi og einn virkan dag aðra hverja viku) og svo leigutekjur.
Þannig er mál með vexti að leigjandinn okkar hefur ekki staðið í skilum fyrir janúar mánuð. Lögum samkvæmt á að borga leigu fyrsta hvers mánaðar. Hinsvegar hefur leigjandinn viku frest frá gjalddaga til þess að greiða með tilfallandi vöxtum. Ef hann hefur ekki greitt fyrir það þá getur leigusali sent honum áskorun um greiðslu ellegar mun leigusali rifta samningum. Við sendum honum þessa áskorun á þriðjudaginn. Næsta þriðjudag, ef hann hefur ekki efnt skyldur sínar, þá munum við rifta samningum og óska eftir því að rými húsnæðið þegar í stað. Ef hann gerir það ekki getum við óskaði eftir útburði án dóms, sem er frekar nice.
Ég lét tjéðan leigutaka skrifa undir víxil í upphafi og var það ætlað sem öryggisnet fyrir mig ef til þess kæmi að hann myndi ekki borga. Á þriðjudaginn ætla ég að leysa hann út. 303.000 kr. Hinsvegar samkvæmt lögum þá er hann skuldugur til þess að standa við samninginn og borga leigu út leigutímabilið sem endar í lok maí, þannig að hann ætti í raun og vera að borga mér 505.000 kr. sem eru þær leigutekjur sem ég missi vegna vanskila hans. Þó er tekið fram í húsaleigulögunum að um leið og ég finn aðra leigjendur þá hef ég ekki lengur tapað leigutekjum og hann ekki lengur skuldbundinn til að standa við samninginn.
Kannski að ég þurfi að finna mér lögfræðing til þess að keyra málið í gegn og ef ég vinn málið þá hlýtur hann að þurfa greiða hluta ef ekki allan lögfræðikostnaðinn. Lögfræðingar eru fáranlega dýrir. Ég hef aldrei séð lögfræðing með hatt. Hinsvegar, tökum gott PES í kvöld.
2 Comments:
fáðu þér laganema.. þeir eru drykkfelldir mjög en ráðagóðir. Palli Brynjukall er nemi, hann er líka drykkfelldur.. svo.. jamm
12:57 PM
ég náði í kauða í dag og hann sagðist ætla borga strax. ef hann bjargar því og stendur svo við greiðslur til maí þá ætla ég að klára samningin við hann. hann var voða sorry þegar ég heyrði í honum.
4:56 PM
Post a Comment
<< Home